top of page

Vondar fréttir þurfa ekki að hafa áhrif á hvernig þér líður

Kristín Hrefna

Krist­ín Hrefna Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Flow


„Frétt­ir síðustu daga eru ekki fyrstu erfiðu frétt­irn­ar sem ber­ast okk­ur til eyrna af Covid veirunni og al­veg ör­ugg­lega ekki þær síðustu. Þetta eru held­ur ör­ugg­lega ekki fyrstu erfiðu frétt­irn­ar sem þú færð í líf­inu og alls ekki þær síðustu. Þú get­ur hins veg­ar stjórnað því hvernig vond­ar og erfiðar frétt­ir fara með þig og þína líðan,“ seg­ir Krist­ín Hrefna Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Flow í nýj­um pistli á Smartlandi:


Stund­um er bara eins og tankur­inn sé tóm­ur og þegar enn ein vonda frétt­in lem­ur á manni með að maður kom­ist ekki leng­ur í rækt­ina eða sund þá líður manni eins og manni sé öll­um lokið. En hvenær fyllt­irðu á tank­inn síðast? 


Svarið gæti verið (og sér­stak­lega ef þú ert al­veg bú­inn á því): hvernig á maður að geta það?! Ég hef ekk­ert kom­ist í frí síðan í fyrra, nú er búið að loka rækt­inni, jóga­stöðvum og ég er bara á síðustu metr­un­um hérna!


Marg­ir eru van­ir að fá sína áfyll­ingu á sól­ar­strönd á sumr­in og eru því ráðvillt­ir núna. Þeir eru þá kannski þyngri en venju­lega núna eða nei­kvæðari. Sem er skilj­an­legt. Það eru hins­veg­ar aðrar leiðir til sem geta hjálpað og meira að segja mjög marg­ar. Þær hafa ekki verið bannaðar vegna Covid og það þarf ekki að fljúga til út­landa til að sækja þær. 


Þú þarft hins veg­ar að læra, skilja og æfa þig smá­veg­is til þess að kom­ast þangað en þú get­ur hugsað þér að það sé svona sviðað eins og maður þarf jú að pakka fyr­ir ut­an­lands­ferð, koma sér á flug­völl­inn og fljúga út til þess að geta byrjað að slaka á með sand­inn á milli tánna. 


Fyrsta skrefið, sem er oft erfiðast fyr­ir fólk, er að byrja. Kveiktu á leiddri hug­leiðslu og gerðu það sem þér er sagt. Þú finn­ur til dæm­is ókeyp­is leidd­ar hug­leiðslur á flow.is/​hug­leidd­un­una. Þetta tek­ur bara 4 mín­út­ur. Kannski ger­ist ekk­ert stór­kost­legt í fyrsta sinn, það er allt í lagi. Eft­ir nokkra mánuði verður þú feg­in að þú byrjaðir í dag. 


Næsta skref er svo ekki flókið en reyn­ir á þraut­seigj­una. Þú þarft að end­ur­taka skref eitt á hverj­um degi. Mundu, þetta tek­ur bara 4 mín­út­ur. Það eiga all­ir þann tíma til að gefa sjálf­um sér. 


Það er mik­il­vægt að gera það á hverj­um degi. Það dett­ur eng­um í huga að reyna að keyra raf­magns­laus­an bíl í um­ferðinni eða að reyna að hringja úr batte­rís­laus­um síma þó þú haf­ir hlaðið í gær. 


Þessa dag­ana sveim­ar fólk um heima hjá sér með batte­rís­ljósið blikk­andi því það hef­ur ekki hlaðið sig í marga mánuði. Sum­ir enda þá á því að garga á sína nán­ustu síðustu orku­drop­un­um eða ropa þeim yfir in­ter­netið í hræðslu eða reiði. Þess í stað býð ég þér upp á hlýja og góða áfyll­ingu með hug­leiðslu. 


Fyrr en var­ir verður þú far­in að geta valið hvaða frétt­ir hafa áhrif á þig og valið að veita gleðinni í þínu lífi meira rými en því nei­kvæða sem virðist ætla að troðast inn í lífi þitt. Þá þakk­ar þú fyr­ir að hafa byrjað í dag.

1 comentario


Kaiser OTC benefits provide members with discounts on over-the-counter medications, vitamins, and health essentials, promoting better health management and cost-effective wellness solutions.


Obituaries near me help you find recent death notices, providing information about funeral services, memorials, and tributes for loved ones in your area.


is traveluro legit? Many users have had mixed experiences with the platform, so it's important to read reviews and verify deals before booking.

Me gusta
bottom of page